Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Samtök fjármálafyrirtækja, 09.Apr.2013 Til baka

Hvernig verða peningarnir til - verða þeir til í bankakerfinu?

Verða peningarnir til í bankakerfinu?

Verða peningarnir til í bankakerfinu?

Í aðdraganda kosninga er umræðan um efnahagsmál og hagkerfið í heild sinni áberandi.  Þar má nefna umræðu um hvaðan peningar komi og hvernig þeir verða til.  Spyr hefur fengið nokkrar fyrirspurnir þar sem fólk spyr hvort það séu bankarnir sem búi til peningana, hvort peningar verði til úr engu og hvernig þeir síðan eyðast aftur úr bankakerfinu.  Spyr fékk Yngva Örn Kristinsson hagfræðing hjá SFF til að svara þessum spurningum með pistli.

 

,,Í þrengsta og lögformlega skilningi eru peningar seðlar og mynt sem ríkisstofnun hefur heimild til að gefa út" segir Yngvi Örn.  En fleira en seðlar geta verið peningar.  Þar má til dæmis nefna innlán og handbært fé eða jafnvel auðseljanlegar eignir sem hafa ígildi peninga.  Þótt peningar fari út í hagkerfið í gegnum viðskipti seðlabankans er sagan þó aðeins flóknari.  Þannig geta innlán bankanna myndað útlánagetu sem að öllum líkindum leiðir til aukinna útlána.  ,,Það útlán myndi síðan leiða til nýs innláns og aukningar seðla í umferð og það innlán myndi leiða til nýs útlán og þannig koll af kolli."

Að sögn Yngva Arnar var umræða um nýtt peninga- og/eða hagkerfi einnig mikil í kringum kreppuna 1930 og þar sem árferðið nú er ekki ósvipað, má telja alveg eðlilegt að sambærileg umræða sé einnig uppi nú.  Áhugaverðan pistil Yngva Örns má lesa í heild sinni hér að neðan.

 

,,Lögeyrir til allra greiðslna“ er myntin sem Seðlabankinn gefur út.

Fyrst þarf að átta sig á hvað eru peningar. Í þrengsta og lögformlega skilningi eru peningar seðlar og mynt sem sú ríkisstofnun sem til þess hefur heimild samkvæmt lögum gefur út.  Í okkar tilviki er það Seðlabanki Íslands sem gerir það.  Seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefur út „er lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði“  eins og segir í lögum um Seðlabanka.   Það þýðir að á Íslandi verða allir annars vegar að sætta sig að skuldir séu greiddar með seðlum og mynt og hins vegar að taka seðla og mynt á fullu verði, þ.e.  svo dæmi sé tekið 100 kr. seðill greiðir að fullu 100 krónu skuld.  

 

Lán og eignir geta einnig talist peningar.

Í hagfræðilegum skilningi er litið á peninga sem greiðslugetu eða handbært fé til að greiða skuld.  Það þýðir ýmislegt að fleira en seðlar mynt geta verið peningar.  Til dæmis eru óbundnar  bankainnstæður, veltiinnlán,  handbært fé og jafnvel má líta á bundnar innstæður  sem handbært fé þó aðgengileiki þeirra sé augljóslega minni en óbundinna innlána. Þá geta ýmsar eignir sem eru auðseljanlegar og hafa vel þekkt verð verið ígildi peninga. Augljós dæmin eru góðmálmar og ýmis konar verðbréf.  Hagfræðingar kalla þetta mismunandi skilgreiningar á peningamagni og líta á seðla og mynt (M0)sem þrengstu skilgreininguna, seðla og mynt að viðbættum veltiinnlánum (M1) sem víðari skilgreiningu osfrv.

 

Seðlabankinn er banki bankanna.

Peningar fara út í hagkerfið í viðskiptum seðlabankans (eða útgefanda seðla og myntar – lögeyris).  Eins og nú er háttað eiga seðlabankar ekki viðskipti við almenning heldur eru viðskiptaaðilar þeirra fjármálafyrirtæki og ríkissjóður. Seðlabankar eru banki ríkissjóða sinna og banki bankanna í sínu landi. Peningar í hagkerfinu aukast þegar þessir viðskiptaaðilar seðlabankans minnka inneign sína í bankanum eða auka skuldir sínar við bankann, þ.e. taka út úr seðlabankanum eins og það heitir á daglegu máli.  Öfugt gerist þegar viðskiptaaðilar bankans auka innstæður sínar eða greiða upp lán við seðlabankann þá minnka peningarí hagkerfinu.  Peningar í hagkerfinu er oft kallað peningamagn í umferð.

 

Dæmi um peningamagn í umferð.

Hvernig gerist þetta í meiri smáatriðum. Tökum dæmi. Ríkissjóður þarf að greiða innlendum aðila 100 m.kr.  Ríkissjóður dregur á innstæðu sína í seðlabanka eða fær lán. Greiðslan getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur ríkissjóður (ríkisgjaldkeri) fengið 100 m.kr.  afhenta í seðlum frá seðlabankanum og afhent þeim sem á að fá greiðsluna. Þar með hefðu seðlar í umferð aukist um 100 m.kr.  Hins vegar, sem er liklegra,  gæti ríkissjóður beðið Seðlabanka að millifæra 100 m.kr. innlán inn á viðskiptabanka móttakanda greiðslunnar.  Seðlar mynt í umferð myndu minnka ef einhver skattborgari þyrfti að greiða ríkissjóði 100 m.kr.  Alveg hliðstætt væri ef banki hefði tekið 100 m.kr. út úr seðlabankanum eða lagt inn.  

Í fyrra tilvikinu er óliklegt er að 100 m.kr. greiðsla frá ríkissjóði leiði til 100 m.kr. aukningar á seðlum í umferð þar sem ólíklegt er að móttakandi greiðslunnar vilji liggja með 100 m.kr. í seðlum.  Hann mun að líkindum leggja meirihluta fjárhæðarinnar inn í sinn viðskiptabanka. Greiðslan mun því mynda annars vegar aukin innlán og hins vegar aukið magn seðla í umferð.  Sama myndi liklega  gerast í seinna tilvikinu. Móttakandi greiðslunnar myndi að líkindum taka eitthvað út sem seðla eða mynt.  Samtals væri þar um að ræða 100 m.kr.  sem í báðum tilvikum myndi skiptast í innlán og seðla.  Reynslutölur sýna að þetta hlutfall, þ.e. hversu mikið af handbæru fé sínu almenningur vill eiga á formi seðla eða myntar er lágt a.m.k. í þróuðu hagkerfum. Hér á landi t.d. eru innlán um 1500 milljarðar króna en  seðlar og mynt í umferð rúmir 40 milljarðar króna.

 

Sagan þó aðeins flóknari.

Sagan endar þó ekki hér og er aðeins flóknari.   Innlánið í viðskiptabankanum myndar útlánagetu mun að líkindum leiða til aukinna útlána. Það útlán myndi síðan leiða til nýs innláns og aukningar seðla í umferð og það innlán myndi leiða til nýs útlán og þannig koll af kolli.  Í hverri umferð væri þó aðeins minna lánað sem svarar til þess hluta sem móttakendur greiðslna halda eftir sem seðlum eða mynt.  

Sé kvöð á viðskiptabönkum að halda lausafjárforða vegna innlána eða krafa um að leggja tiltekinn hluta hvers innláns inn í seðlabanka (bindiskylda) myndi það sem hægt væri að lán út í hverri umferð minnka sem því næmi.  Þetta er hinn svokallaði peningamargfaldari sem endurspeglar getu viðskiptabankanna til þess að auka peninga í umferð, peninga í skilningi samtölu seðla og myntar og innlána.  Sú margföldun byggir þó ávalt á aukningu sem í upphafi kemur frá seðlabankanum sjálfum. 


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira