Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar
Sjá yfirlit yfir svör Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, 27.Mar.2015 Til baka

Hvað þarf að gera, þegar barn ferðast erlendis án foreldra?

Hvað þarf að gera, þegar barn ferðast erlendis án foreldra?

Lesandi sagði ekki marga á sýsluskrifstofum vita, hvað ætti að gera ef barn færi í ferðalag erlendis, án foreldra sinna. Spurt var um, hver væri ábyrgur fyrir því að sjá um og vita af eyðublöðum til undirritunar. Í svari frá Sýslumannsembættinu í Reykjavík, kemur fram að ráðlagt er að útbúa samþykkisyfirlýsingu, sem báðir foreldrar undirrita. Þetta er ekki skylt samkvæmt lögum, en æskilegt.  Eyðublaðið er hægt að fá hjá Sýslumanni, sem einnig getur vottað samþykkið sem lögbókandi. Þá er hægt að leita eftir staðfestingu utanríkisráðuneytisins til að tryggja skjalið enn frekar gagnvart erlendu stjórnvaldi.

Lesandi spyr:
Ferðalög á milli landa með börn þar sem foreldrarnir eru ekki með. Hver er ábyrgur fyrir því að sjá um og vita um eyðublöð til undirritunar fyrir foreldra sem vilja gefa leyfi til að aðrir aðstandendur fái að fara á milli landa með barnið þeirra. ? Þetta virðast fáir vita sem vinna á sýsluskrifstofum.
Helgi Harðarson hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sendi okkur meðfylgjandi upplýsingar. Svarið við spurningu lesanda, er feitletrað í kaflanum um ,,Ferðalag með barn." Þar bendum við sérstaklega á gátlista, sem utanríkisráðuneytið hefur tekið saman og hægt er að smella á.
 
Aðrar upplýsingar er einnig gott fyrir alla að vita, sem ferðast með börn til útlanda. 
Helgi:
Utanlandsferð barns

Í 3. mgr. 28. gr. a barnalaga kemur fram að fari foreldrar sameiginlega með forsjá barns sé öðru foreldrinu óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins.

 

Heimild til að fara með barn úr landi

Ef foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns greinir á um utanlandsferð barns úrskurðar sýslumaður, að kröfu foreldris, um rétt til að fara í ferðalag með barn úr landi, samanber 51. gr. a barnalaga. Við úrlausn máls skal meðal annars líta til tilgangs ferðar, tímalengdar og áhrifa á umgengni.

Í athugasemdum með frumvarpi til laga  segir meðal annars um ákvæðið að það standi í beinum tengslum við þá reglu að foreldri sé óheimilt að fara með barn úr landi án samþykkis hins þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns. Markmiðið með 51. gr. a er að tryggja að annað foreldri geti ekki staðið í vegi fyrir því að barn geti tekið þátt í skipulögðu frí eða ferðalagi til útlanda með hinu forsjárforeldri sínu. Þá má gera ráð fyrir að ákvæðið geti aukið samráð með því að hvetja foreldra til að leita samþykkis tímanlega til að unnt verði að fá úrskurð ef þörf krefur. Vert er að geta þess að ágreiningur um ferðalög til útlanda þykir allt annars eðlis en ágreiningur sem kann að rísa um flutning barns til annars lands.

Ef lögheimilisforeldri vill flytja með barn úr landi án þess að fyrir liggi samþykki hins foreldrisins þykir rétt að dómstólar leysi þann ágreining sem myndi þá kalla á dóm um fyrirkomulag forsjárinnar. Í 2. mgr. er vikið að þeim sjónarmiðum sem helst ber að líta til þegar kveðinn er upp úrskurður um ferðalag til annars lands, þ.e. tilgangs ferðar, tímalengdar og áhrifa á umgengni. Þegar metinn er tilgangur ferðar er gert ráð fyrir að sérstaklega verði metið hvort álitin er hætta á að ekki verði snúið með barnið aftur til baka.

 

Ferðalag með barn

Þegar ferðast er með barn á milli landa, eða ef barn ferðast eitt, kunna landamærayfirvöld að krefjast sönnunar þess að barnið hafi heimild til ferðarinnar frá foreldrum eða forsjármönnum. Sé ekki sýnt fram á það getur viðkomandi átt á hættu að tefjast eða vera synjað um komu eða brottför.

Sé ætlunin að annar forsjáraðili eða aðrir ferðist með barn erlendis, eða að barn ferðist eitt, er því ráðlagt að útbúin sé sérstök samþykkisyfirlýsing fyrir ferð barnsins. Ekki er lagaskylda að hafa meðferðis slíka yfirlýsingu um en mælt er með því að slík sérstök heimild sé útbúin og höfð meðferðis og til hægðarauka hefur verið útbúið eyðublað fyrir slíka yfirlýsingu. Ekki er þó áskilið að nota þetta tiltekna form. Ef textinn þykir ekki eiga allskostar við, er einnig látin í té word útgáfa eyðublaðsins, geta aðilar þá lagað textann að þörfum sínum.

Samþykkisyfirlýsingin lýtur að því að foreldrar/forsjármenn samþykki að barn fari til tiltekins/tiltekinna landa erlendis, á tilteknum tíma eða tímabili, eitt síns liðs, eða í fylgd annars einstaklings.

Ef foreldrar/forsjármenn eru tveir og hvorugur ferðast með barninu, er rétt að báðir gefi samþykkisyfirlýsinguna. Ef um er að ræða fleiri en eitt barn, er gerð sérstök yfirlýsing fyrir hvert þeirra.

Mælt er með því að undirskrift á samþykkisyfirlýsingu sé vottuð af lögbókanda (notarius publicus), og er leitað til sýslumanna til að fá slíka vottun. Einnig er gert ráð fyrir því í eyðublaðinu að undirskriftin geti verið vottuð af tveimur vottum, það á aðeins við ef skjalið er ekki vottað af lögbókanda.

Hægt er að leita eftir staðfestingu utanríkisráðuneytis á undirskrift lögbókanda á skjalið og er með því leitast við að tryggja enn frekar að skjalið verði tekið gilt af erlendu stjórnvaldi. Sjá nánar gátlista sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur tekið saman um atriði sem rétt er að huga að áður en haldið er af stað í ferðalag, þar á meðal þegar annað forsjárforeldra barns eða aðrir en forsjárforeldrar ferðast með börn.

Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri samkvæmt íslenskum lögum. Ef lög áfangalands eru um hærri aldur þá er ráðlagt að hafa meðferðis samþykkisyfirlýsingu ef sá sem ferðast hefur ekki náð þeim aldri.

Fæðingarvottorð barns, sem sýnir hverjir eru foreldrar þess, er hægt að fá útgefið hjá Þjóðskrá Íslands. Þar er einnig hægt að fá vottorð um það hverjir fara með forsjá barns. Þessi gögn kann að vera gagnlegt að hafa meðferðis. Sjá nánar á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.


Nýjast


Meira:

Sjรก yfirlit yfir svรถr Arion banki, 31.Jan.2017

Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita dæmi þess að kona látins manns, hefði ekkert vitað um séreignarsparnað mannsins síns sáluga. Arion banki tók að sér að svara þessari fyrirspurn og benti á lög um lífeyrissjóði. Þar... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamtök lífeyrissjóða, 18.Jan.2017

Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta kemur fram í svari frá Landsamtökum lífeyrissjóða við spurningu frá lesanda. Í svarinu segir jafnframt að hafi sjóðfélagi átt séreignarsparnað, fellur hann til erfingja og skiptist á... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Landssamband lífeyrissjóða, 16.Mar.2016

Hvenær má byrja að taka út lífeyri? (Athugið vel hvort sjóðir gefi upp réttar upplýsingar)

Lesandi hafði samband við lífeyrissjóð og spurði hvenær hægt væri að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur. Hann fékk þau svör að það væri við 65 ára aldurinn. Viðkomandi skoðaði síðan samþykktirnar hjá tilteknum lífeyrissjóði og sá að þar stendur að sjóðsfélagar mega byrja lífeyristöku 62 ára... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 07.Sep.2015

Mega lífeyrissjóðir starfrækja banka eða sparisjóð?

Um starfsemi lífeyrissjóða er hægt að lesa í lögum. Lögin mæla fyrir um hve mikil réttindi sjóðunum ber að lágmarki að veita fyrir greidd iðgjöld og hvernig sjóðunum er heimilt að fjárfesta.  Hér veltir lesandi fyrir sér hvort að lífeyrissjóðir mega starfsrækja banka eða sparisjóð.... Meira


Sjรก yfirlit yfir svรถr Lífeyrisjóður verslunarmanna, 10.Jun.2015

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum í 6-16 ár, karlmenn lengur en konur

Í svörum lífeyrissjóðanna má sjá að þeir sem hafa setið hvað lengst í stjórnum sjóðanna, hafa setið í stjórn í 6-16 ár. Þannig hefur Þorbjörn Guðmundsson setið í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins frá árinu 1999. Í stjórn LSR hefur  Gunnar Björnsson setið frá árinu 2000. Konráð Alfreðsson og... Meira

Sjรก yfirlit yfir svรถr Spyr.is, 18.May.2015

Hver er bakgrunnur stjórnarmanna lífeyrissjóða? ,,Google" virkar best

Það er alls ekki svo, að almenningur geti með einföldum hætti áttað sig á því hverjir sitja í stjórnum lífeyrissjóða og hverjir ekki. Upplýsingagjöf lífeyrissjóðanna er í öllum tilfellum til staðar, en deila má um það hversu mikið upplýsingagildi uppgefnar upplýsingar hafa. Þannig er það... Meira

Svör


Nýjast

Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira


Um rétt barna til lífeyris eftir fráfall foreldris

Börn sjóðfélaga lífeyrissjóða eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Þetta... Meira


Fasteigna- og húseigendamál: Hvað þarftu vita?

Það er að mörgu að huga við fasteignakaup en eins hafa lesendur Spyr.is verið iðnir við að senda inn spurningar... Meira


Erfðamálin: Spurt og svarað

Margar fyrirspurnir hafa borist Spyr.is um erfðamál og má sjá helstu svargreinar með því að smella á síðu... Meira


Skerðing örorkubóta í kjölfar fráfalls maka

Allar tekjur hafa áhrif á útreikning greiðslna vegna örorkulífeyris segir í svari frá Tryggingastofnun við... Meira


Draumráðning: Snjóflóð

Konu dreymdi að hún heyrir miklar drunur fyrir utan húsið hjá sér. Sér hún þá hvarþað kemur snjóflóð niður... Meira


Draumráðning: Peningar

Dreymdandann dreymdi að hann væri að tína upp 100 kr. mynt úr frostkrapa og þurfti að sparka upp frostkrapa til... Meira


Skerðast örorkubætur við fenginn arf?

Lesandi velti því fyrir sér hvort örorkubætur myndu skerðast, ef einstaklingur fær fasteign í arf, sem síðan er... Meira


Draumráðning: Ræktin

Konu dreymdi að hún fór í ræktina með vinkonu sinni. Vinkonunni gekk mjög vel að æfa en dreymandinn átti í... Meira


Varnir í byggðum vegna bráðnun jökla

Lesandi veltir fyrir sér þær niðurstöður vísindarannsókna sem benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka... Meira


Um 2300 bifreiðar ótryggðar

Samkvæmt skrám Samgöngustofu voru tæplega 2300 bifreiðar ótryggðar í lok janúar, en fyrr í þessum mánuði... Meira


Hvað kostar að fá að sýna kvikmynd eða sjónvarpsþátt?

Það er engin almenn verðskrá til fyrir sýningarétt á kvikmyndum eða sjónvarpsefni en almennt eru rétthafar þeir... Meira


Hvað kostar að fara í gjaldþrot?

Hin svokallaða ,,skiptatrygging” kostar kr.250.000 en hún er greidd til tryggingar áður en ráðist er í... Meira


Klippt af 1.917 bifreiðum árið 2016

Á höfuðborgarsvæðinu voru skráningarmerki klippt af 1.917 ökutækjum. Í flestum tilfellum er skýringin sú að... Meira


Þingmenn mega sinna öðrum störfum

Svo lengi sem launagreiðslur nema ekki hærri tölu en 50% fyrir það starf sem þingmaður vill sinna, til viðbótar... Meira


Hæsta fasteignatilboði ekki alltaf tekið

Það er ekki sjálfgefið að hæsta tilboði í fasteign sé alltaf tekið því tilboð eru oft gerð með fyrirvörum, til... Meira


Upphæð til viðmiðunar: Skattfrjálsar gjafir?

Spyr.is hefur nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um, hvaða viðmið er hægt að miða við varðandi verðmæti gjafa... Meira


Ekkja vissi ekki um séreignarsparnaðinn

Lesandi velti fyrir sér hvaða lög gilda um að senda yfirlit yfir séreignarsparnað og sagðist viðkomandi vita... Meira


67 ára en engin gleraugu?

Spyr.is fékk skemmtilega fyrirspurn frá 67 ára gömlum lesanda sem spurði hvers vegna hann þyrfti ekki að nota... Meira


Upplýsingar um skaðabætur til sjúklinga ekki til

Lesandi sendi fyrirspurn og spurði hvort ríkið eða LHS hefði þurft að greiða skaðabætur til sjúklinga eða... Meira


Getur makalífeyrir látins maka skert aðrar greiðslur?

Lesandi velti því fyrir sér hvort lífeyrir eftir látinn maka, gætu orðið til þess að örorkubætur viðkomandi... Meira