Lesendur

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna með því að senda spurningu.  Spyr.is birtir svörin og einnig vinsælt efni af veraldarvefnum.

Spurðu spurningar Spurðu spurningar

Um Spyr

Sendu spurningu.

Lesendur setjast í stól blaða- og fréttamanna og spyrja spurninga. Spyr.is kallar eftir svörum og birtir í fréttaformi, auk efnis sem er vinsælt á veraldarvefnum. 

Hafðu spurninguna þína stutta og hnitmiðaða og án allra persónulegra skoðana. Spyr.is les yfir allar fyrirspurnir sem eru sendar og þær sem eru samþykktar áfram í vinnslu, má sjá í greininni Þessar spurningar eru samþykktar til vinnslu eða fyrir draumráðningar Þessa drauma fer Hrönn yfir, eða ef fyrirspurnir til lögfræðinga Málflutningsstofu Reykjavíkur.

Um okkur.

Við höfum aðsetur á Frumkvöðlasetrinu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Eigendur eru:  Rakel Sveinsdóttir, Jón von Tetzcnher, Helga Olafsson, Naskar ehf. og Gréta Valdimarsdóttir.

Til að hafa samband við okkur er best að senda tölvupóst til spyr@spyr.is eða hringja í síma 530-5000.  Nánari upplýsingar um okkur og netföng:

Jóhanna:  Kallar eftir svörum alla daga við spurningum lesenda.  Þar telst Spyr.is svo öflugt að einn þeirra sem hefur svarað spurningum nokkuð oft hefur líst okkur þannig að ,,hörðustu lögfræðingar kæmust ekki með tærnar þar sem Spyr.is hefur hælana.“  Við tókum þessu sem hrósi og vorum voðalega ánægð:-)  Netfang Jóhönnu er johanna@spyr.is.

Steinar Bragi:  Forritari og sér bæði um vefinn og kerfi Spyr.is.  Kemur að austan og er unglambið í hópnum, 23 ára.  Þorir að segja ,,nei“ við framkvæmdastjórann þegar hann er ósammála.  Algjört lykilatriði í litlu teymi eins og hjá Spyr.is.  Netfang Steinars er steinar@spyr.is.

Schumann:  Færeyingur eins og nafnið gefur til kynna en uppalinn hér, giftur og tveggja barna faðir.  Schumann rekur sitt eigið fyrirtæki sem býður nýsköpunarfyrirtækjum upp á þjónustu fjármálastjóra.  Meðal viðskiptavina hjá honum er danskt nýsköpunarfyrirtæki sem sinnir þjónustu við olíuborpalla víða um heim og síðan Spyr.is sem er fyrsti miðill sinnar tegundar í heiminum. Netfang Schumans er schumann@spyr.is.

Rakel:  Titluð sem framkvæmdastjóri, eigandi og stjórnarmaður en er í rauninni bara starfsmaðurinn sem er allt í öllu.  Fékk hugmyndina að Spyr.is óvart fyrir ekki alls löngu og nú slær hjartað bara fyrir Spyr.is og öllum þeim spennandi tækifærum sem framtíðin býður upp á fyrir nýja tegund af  miðli: ,,people‘s media.“  Leitar enn að góðu orði sem fellur við framtíðarsýnina um Spyr.is. Netfang er rakel@spyr.is.

 

Söluteymi, samstarfsaðilar, verð og tilboð.

Söluteymi Spyr.is samanstendur af 3 öflugum konum sem hafa ekki bara bein í nefinu eða sterkan sannfæringakraft, heldur sinna sínum verkefnum og viðskiptavinum af lífi og sál. Þessar konur eru - talið frá vinstri: Katrín Ólafsdóttir (katrin@spyr.is) birtingarstjóri, Anna Karen Ellertsdóttir (annakaren@spyr.is) viðskiptastjóri og Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri.

Neytendavaktin: Á Spyr.is og í sjónvarpi Hringbraut.

Þáttastjórnandi Neytendavaktar Spyr.is - þáttur á Hringbraut sjónvarppstöð: Rakel Garðarsdóttir. Sérstök tilboð, fá nánari upplýsingar hjá söluteymi.

Sölvi Tryggvason, kynntur á Spyr.is, Hringbraut.is og með skjáauglýsingum á Hringbraut.

Fréttatengt efni á Spyr.is - hefst í febrúar 2015: Umsjónarmaður Sölvi Tryggvason. Sérstök tilboð, fá nánari upplýsingar hjá söluteymi.

Markhópur KONUR.

Samsala á netauglýsingum Spyr.is og Pjatt.is. Sérstök tilboð, fá nánari upplýsingar hjá söluteymi.

 

Verðlisti netauglýsinga á Spyr.is.

Staðgreiðsluverð, mikið innifalið.

3 auglýsendur í hólfi.

Forsíðuhaus – fylgir öllum vef: 320.000 án vsk pr mánuð.

Hægri turn 1 – auglýsingahólf í stakri grein innifalin, 320.000 án vsk pr mánuð.

Hægri turn 2 – auglýsingahólf í stakri grein innifalin, 280.000 án vsk pr mánuð.

Hægri turn 3 – auglýsingahólf í stakri grein innifalin, 250.000 án vsk pr mánuð.

Vinstri turn 1 – auglýsingahólf í stakri grein innifalin, 280.000 án vsk pr mánuð.

Vinstri turn 2 - auglýsingahólf í stakri grein innifalin, 250.000 án vsk pr mánuð.

Aðrir turnar á forsíðu, auglýsingahólf í stakri grein, 170.000 án vsk pr mánuð.

Banner undir öllum greinum: 500 x 200 px. Kr.170.000 án vsk pr mánuð.

Stærðir:

Forsíðuhaus: 310 x 100 px.

Langur banner fyrir ofan greinar: 1018 x 150 px.

Turnar: 310 x 400 px.

Skil: image (jpg, png, fleira), html5.

Hægt er að kaupa birtingu í skemmri tíma en mánuð. Lágmarksverð miðast þá við vikuverð (mánaðarverð deilt með 4).

Ath: Auglýsingar til birtingar með Svörum á Spyr.is:

Aðeins selt í janúar ár hvert.

 

Annað.

Eigendur og stjórn Spyr.is:  Eigendur Spyr.is

Senda inn spurningu

Þessir hafa svarað spurningum lesenda

Yfir fimmþúsund fyrirspurnum hefur verið svarað á Spyr.is og margir svarendur hafa svarað mörgum spurningum.... Meira

Senda inn spurningu

Þessir svara ekki fyrirspurnum Spyr

Þessir aðilar svara ekki Spyr

Hvaða nafn á listanum kemur þér mest á óvart? Langflestir svara fyrirspurnum almennings en í sumum tilfellum... Meira